- Auglýsing -
FH og Selfoss skildu jöfn í hörkuskemmtilegum leik í Olísdeild karla í Kaplakrika í gærkvöld, 28:28. Egill Magnússon tryggði FH annað stigið þegar hann jafnaði metin á síðustu sekúndu leiksins eins og sjá má á efstu mynd Jóa Long sem birtist í syrpunni hér fyrir neðan.
Jói er einn af velgjörðamönnum handbolta.is. Hann sendi vefnum myndasyrpu í gærkvöld. Hér fyrir neðan er hluti þeirra. Kærar þakkir Jói.
Stöðuna í Olísdeild karla má sjá hér.
- Auglýsing -