Fimm mæður eru í íslenska landsliðinu í handknattleik sem nú tekur þátt í Evrópumótinu í Innsbruck í Þýskalandi. Börn þeirra og fjölskyldur eru út. Meðal mæðranna er Steinunn Björnsdóttir sem átti soninn Tryggva fyrir ári. Tryggvi er mættur á Evrópumótið ásamt stórfjölskyldunni. Hann kom á völlinn í gær þegar mamma og vinkonur hennar léku við Hollendinga.
Í öruggu fangi Björns afa kom sá stutti auga á móður sína eftir leikinn og sendi henni sitt fallegasta bros út á leikvöllinni frá hliðarlínunni þar sem einnig var dóttir Steinunnar sem veifaði fánanum til móður sinnar.
Hinar mæðurnar í íslenska landsliðshópnum eru Perla Ruth Albertsdóttir, Rut Arnfjörð Jónsdóttir, Sunna Jónsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir.