- Auglýsing -
- Auglýsing -

Myndir: HMU21 – góð æfing fyrir átökin í undanúrslitum

Arnór Viðarsson og Benedikt Gunnar Óskarsson. Mynd/Ívar
- Auglýsing -

Piltarnir í U21 árs landsliði karla í handknattleik komu saman til æfingar í hliðarsal Max Schmeling Halle í Berlín í hádeginu í dag að þýskum tíma. Allir leikmenn tóku þátt í æfingunni þar sem farið var yfir helstu áherslur í varnar- og sóknarleiknum fyrir undanúrslitaleikinn við Ungverjaland á morgun. Um leið gafst kærkomið tækifæri til þess að liðka sig eftir átökin í gær.

Leikmenn liðsins voru hressir eftir frábæran leik í gær og sjötta sigurinn í jafnmörgum leikjum á mótinu. Árangur sem fært hefur Íslandi sæti í undanúrslitum HM 21 árs liða í fyrsta sinn í 30 ár. Ísland er líka eina Norðurlandaþjóðin sem á lið í undanúrslitum að þessu sinni.

Eftir æfinguna í dag verða tveir fundir leikmanna og þjálfara þar sem haldið verður áfram að skerpa á leiknum fyrir átökin á morgun. Viðureign Íslands og Ungverjalands hefst klukkan 13.30 á morgun. Handbolti.is er í Berlín og mun áfram fylgjast grannt með.

Barnamót í aðalsalnum

Ekki var hægt að æfa í keppnissalnum þar sem fram fór barnamót í handknattleik sem er hluti af útbreiðslustarfi alþjóða handknattleikssambandsins og þess þýska í tengslum við mótið. Svipuð mót hafa verið á öðrum keppnisstöðum HM í Þýskalandi, Hannover og Magdeburg.

Hér fyrir neðan er nokkra myndir sem teknar voru fyrir æfinguna í dag.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -