- Auglýsing -
Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna kom til Eskilstuna í Svíþjóð um kvöldmatarleytið í kvöld en það mætir sænska landsliðinu á fimmtudaginn í fyrstu umferð 6. riðils undankeppni Evrópumótsins.
Að loknu snarli var farið á æfingu í STIGA Sports Arena þar sem leikurinn fer fram á fimmtudaginn. Létt æfing stóð yfir í 50 mínútur þar sem leikmenn náðu úr sér ferðalaginu.
Æft verður tvisvar sinnum á morgun á sama stað. STIGA Sports Arena er glæsilegt mannvirki sem rúmar 4.400 áhorfendur í sæti. Vonast er eftir að 2.000 áhorfendur verði á leiknum sem auglýstur er víða í bænum, m.a. á auglýsingaskiltum í miðbænum.
Handbolti.is er með landsliðinu í för. Nokkrum myndum var smellt af fyrir æfinguna í kvöld sem haldin var í hluta keppnisalarins.










- Auglýsing -