- Auglýsing -
- Auglýsing -

Myndir: Ísland – Norður Makedónía

Díana Guðjónsdóttir lengst til hægri fylgist með leiknum í dag frá hliðarlínunni. Mynd/EHF
- Auglýsing -

Ísland hafnaði í fimmta sæti í B-deild Evrópumóts kvenna í handknattleik eftir sigur í háspennu vítakeppni gegn Norður Makedóníu, 32:30, í Sport Center Jane Sandanski í Skopje í Norður Makedóníu.

Alls lék íslenska liðið fimm leiki í mótinu, vann þrjá, gerði eitt jafntefli og tapaði einum leik með minnsta mun, 23:22, fyrir Hvít-Rússum sem leikur um bronsið síðar í dag.

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá leiknum við Norður Makedóníu.

Elín Rósa Magnúsdóttir að skora eitt sjö marka sinn í leiknum. Mynd/EHF
Katrín Tinna Jensdóttir var að vanda öflug jafnt í vörn sem sókn. Mynd/EHF
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir gerði varnarmönnum gramt í geði að vanda. Mynd/EHF
Katrín Helga Sigurbergsdóttir sækir af krafti á vörn Norður Makedóníuliðsins. Mynd/EHF
Ingbjörg Gróa Guðmundsdóttir lék til sín taka í markinu. Mynd/EHF
Marki fagnað á varamannabekknum. Mynd/EHF
Áfram til sigurs, Ísland! Mynd/EHF
Einbeitingin skín úr hverju andliti eftir leikhlé. Mynd/EHF
Katrín Helga Sigurbergsdóttir sækir að vörn Norður Makedóníu. Mynd/EHF
Elín Rósa Magnúsdóttir á auðum sjó. Mynd/EHF
Ingbjörg Gróa Guðmundsdóttir, markvörður. Mynd/EHF
Rakel Sara Elvarsdóttir var valin besti leikmaður íslenska liðsins í leikslok. Hún var markahæst með níu mörk og innsiglaði sigur íslenska liðsins úr fimmta og síðasta vítakastinu. Mynd/EHF
Sigurhringur. Mynd/EHF
Marki fagnað í vítakeppninni. Mynd/EHF
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -