- Auglýsing -
- Auglýsing -

Myndir: Landsliðin æfðu af miklum móð í Cheb

Arnar Pétursson landsliðsþjálfari leggur línurnar fyrir æfingu í dag. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

A- og B-landslið kvenna í handknattleik komu til Cheb í Tékklandi í gærkvöld þar sem þau verða við æfingar og keppni fram á laugardag. Í dag æfðu bæði lið af miklu kappi og lögð á ráðin fyrir leikina sem framundan eru en þeir eru liður í frekari framfaraskrefum þeirra. A-liðið æfði undir stjórn Arnars Pétursson landsliðsþjálfara en B-liðið er í umsjón þeirra Önnu Úrsúlu Guðmudsdóttur og Hrafnhildar Óskar Skúladóttur en sú síðarefnda er leikja- og markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi.


Fyrstu leikir liðanna verður á morgun. B-liðið mætir 20 ára liði Noregs klukkan 15 en A-landsliðið leikur gegn B-landsliði Noregs, sem er afar sterkt og með innan sinna raða leikmenn frá félagsliðum víða að í Evrópu auk liðsmanna með norskum félagsliðum, þar á meðal frá Evrópumeisturum Vipers. Leikur A-liðsins hefst klukkan 17.

Eftir því sem næst verður komist verður ekki boðið upp á streymi frá leikjum mótsins.


Íslensku liðin mæta landsliðum Sviss á föstudag og landsliðum Tékka á laugardag en A-landslið Tékka er að búa sig undir þátttöku á heimsmeistaramótinu sem hefst á Spáni upp úr miðri næstu viku.

Hér eru nokkrar myndir frá æfingum íslensku liðanna í Cheb í dag.

Efri röð f.v.: Thea Imani Sturludóttir, Ragnheiður Júlíusdóttir, Sunna Jónsdóttir, Hafdís Renötudóttir, Helena Rut Örvarsdóttir, Andrea Jacobsen, Rut Arnfjörð Jónsdóttir, Aldís Ásta Heimisdóttir, Elín Jóna Þorsteinsdóttir. Neðri röð f.v.: Rakel Sara Elvarsdóttir, Harpa Valey Gylfadóttir, Unnur Ómarsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Þórey Rósa Stefánsdóttir, Sandra Erlingsdóttir. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -