- Auglýsing -
- Auglýsing -

Myndir: Vonbrigði þrátt fyrir sigur

Eyjamaðurinn Kjartan Vídó Ólafsson markaðsstjóri HSÍ, faðmar fyrirliðanna Aron Pálmarsson að sér eftir leikinn í gær. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið lauk í gær þátttöku á Evrópumótinu handknattleik sem fram fer í Þýskalandi. Liðið vann þrjá leiki, tapaði þremur og gerði eitt jafntefli. Niðurstaðan 10. sæti af 24 þátttökuliðum. Aðeins fimm sinnum hefur Ísland náð betri árangri í þau þrettán skipti sem það hefur tekið þátt. Íslenska landsliðið var í lokakeppni EM í þrettánda sinn í röð.

Þrátt fyrir sigra í tveimur síðustu leikjunum, gegn Króatíu og Austurríki, þá ríktu vonbrigði innan íslenska landsliðsins eftir síðasta leikinn í gær. Markmiðið, að vinna sæti í forkeppni Ólympíuleikanna, gekk úr greipum.

Handbolti.is hefur fylgt landsliðinu eftir frá fyrsta degi Evrópumótsins í Þýskalandi og notið ómetanlegs liðsauka frá Hafliða Breiðfjörð ljósmyndara sem skilað hefur nokkrum þúsunda mynda í safnið.

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá síðasta leik íslenska landsliðsins á EM að þessu sinni, gegn Austurríki. Leikurinn vannst 26:24, þess sjást e.t.v. merki í myndunum vegna vonbrigða þegar víst var að árangurinn sem horft var á náðist ekki.

Næsta Evrópumót karla í handknattleik verður haldið í Danmörk, Svíþjóð og Noregi frá 15. janúar til 1. febrúar 2026.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -