- Auglýsing -
- Auglýsing -

Myndskeið: Beit höfuðið af skömminni nýkominn úr 11 leikja banni

Christoffer Brännberger í leik með Kadette Schaffhasen fyrir nokkrum árum. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Sænski handknattleiksmaðurinn Christoffer Brännberger er aftur kominn í kastljósið fyrir fólskubrot í kappleik með Önnereds í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Brännberger var í haust úrskurðaður í 11 leikja bann fyrir að verjast með krepptum hnefa og slá í hálsinn á andstæðingi sínum eins og handbolti.is sagði frá.


Í kvöld beit Brännberger höfuðið af skömminni þegar hann gaf andstæðingi olnbogskot í viðureign Önnereds og IF Hallby HK í sænsku úrvalsdeildinni. Brännberger er nýlega mættur út á völlinn aftur eftir 11 leikja bannið.


Eins og sjá má á myndskeiðinu hér fyrir neðan er höggið talsvert. Brännberger uppskar bæði rautt og blátt spjald fyrir olnbogaskotið í kvöld sem átti sér stað þegar 20 sekúndur voru eftir af leiknum.


Brännberger virðist ekkert hafa lært af reynslunni og er hreint með ólíkindum ef stjórnendur Önnereds grípa ekki í taumana því vart getur það verið félaginu til framdráttar að hafa leikmann eins og Brännberger innan raða félagsins.


Mál Brännberger fer rakleitt til aganefnar sænska handknattleikssambandsins til úrskurðar. Verður forvitnilegt að sjá hver niðurstaða þess verður.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -