- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Myndskeið: Bylmingsskot Bazaliu tryggði sigur

Cristina Neagu t.v, fagnar hetjunni Bianca Bazaliu sem skoraði sigurmarkið í Skopje í kvöld. Mund/EPA
- Auglýsing -

Bianca Bazaliu tryggði Rúmenum í kvöld sigur á Spánverjum á Evrópumóti kvenna í handknattleik með sannkölluðu langskoti í þann mund sem leiktíminn var úti, 28:27, í síðari leik milliriðils tvö sem leikinn er í Skopje. Myndskeið af markinu er hér fyrir neðan.


Bazaliu var ekkert að tvínóna heldur kastaði boltanum af alefli að mark Spánar þar sem hún var stödd á milli miðlínu og punktalínu. Spænsku varnarmennirnir voru óviðbúnir og markvörðurinn vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið.


Nokkrum sekúndum áður hafði Arrojería Arantzazistroke jafnað metin fyrir Spán, 27:27. Flest leit út fyrir að hún væri að tryggja spænska liðinu annað stigið. Gulklædda stórskyttan Bazaliu var á öðru máli.


Rúmenar voru lengst af með frumkvæðið í jöfnum leik í Skopje. Þeir komust á blað í milliriðlakeppninni með þessum ævintýralega sigri.


Mörk Rúmeníu: Crina Pintea 7, Eliza Buceschi 6, Cristina Neagu 5, Sorina Grozav 4, Bianca Bazaliu 3, Alexandra Badea 2, Ioana Pristavita 1.
Varin skot: Daciana Hosu 6, 33% – Julia Dumanska 2, 20% – Diana Ciuca 1, 12,5%.
Mörk Spánar: Jennifer Gutierrez 4, Lara Gonzalez 4, Lysa Tchaptchet 3, Paula Arcos 3, Kaba Gassama 3, Soledad Lopez 2, Maitane Echeverria 2, Esther Arrojeria 2, Silvia Arderius 1, Carmen Campos 1, Almudena Rodriguez 1, Paula Valdivia 1.
Varin skot: Nicole Sancho 8, 31% – Maddi Rotaetxe 2, 17%.

Staðan í milliriðli 2:

Frakkland220061 – 454
Svartfjallaland220059 – 484
Þýskaland310282 – 802
Spánn310273 – 792
Holland310281 – 902
Rúmenia310277 – 912

EM kvenna22 – milliriðlakeppni leikjadagskrá.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -