- Auglýsing -
- Auglýsing -

Myndskeið: Danir eru kokhraustir – Gullið er frátekið!

Heimsmeistarar Dana fagna sigri á HM í Svíþjóð fyrir ári. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Oft er sagt að væntingar séu skrúfaðar upp í íslenskum fjölmiðlum fyrir stórmót í handknattleik. Svo virðist sem það eigi við um fleiri þjóðir. Danska sjónvarpsstöðin TV2 auglýsir þessa dagana af miklum móð væntanlegt Evrópumót í handknattleik karla sem hefst eftir viku. Skýrt er tekið fram að gullverðlaunin séu frátekin. Ekki fer á milli mála hverjum þau eru ætluð.


Rúllað er í gegnum leikhlé hjá nokkrum landsliðum, þar á meðal því íslenska, og látið að því liggja að þau geti í besta falli átt von á silfurverðlaunum. Spurt er: hver vinnur silfrið?

Sjá auglýsinguna hér fyrir neðan:


Danir hafa vissulega unnið heimsmeistaratitilinn á þremur síðustu mótum en að sama skapi ekki gengið eins vel á síðustu Evrópumótum og ekki orðið Evrópumeistarar í 12 ár. Á EM 2020 sátu Danir eftir með sárt ennið að lokinni riðlakeppninni, m.a. eftir tap fyrir íslenska landsliðinu.


Fyrir tveimur árum hrepptu Danir bronsverðlaun en höfðu áður bakað sér óvinsældir meðal margra Íslendinga fyrir að tefla ekki fram sínu sterkasta liði í síðasta leik milliriðlakeppninni. Dró það m.a. úr möguleikum íslenska landsliðsins á sæti í undanúrslitum. M.a. hætti íslensk verslunarkeðja í skyndi við danska daga sem voru á næsta leiti.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -