- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Myndskeið: Dramatískt jafntefli í Íslendingaslag

Elvar Örn Jónsson leikmaður Melsungen og Selfyssingur. Mynd/MT Melsungen
- Auglýsing -

Jafntefli varð í einvígi Íslendingaliðanna Lemgo og MT Melsungen í fyrstu umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í kvöld, 26:26. Lukas Hutecek tryggði Lemgo annað stigið þegar hann jafnaði metin þremur sekúndum fyrir leikslok í hnífjöfnum og dramatískum leik í Phoenix Contact Arena í Lemgo að viðstöddum liðlega 1.800 áhorfendum. Kai Häfner náði að skora fyrir Melsungen um hæl þegar sekúnda var eftir en þá hafði Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari Melsungen, beðið um leikhlé svo markið stóð ekki. Atvikið má sjá hér fyrir neðan.


Ofan á annað þá var íþróttahöllin rafmagnslaus um tíma og veruleg töf varð á leiknum af þeim sökum.

Bjarki Már Elísson skoraði fjögur mörk fyrir Lemgo og var næst markahæstur. Hann skoraði eitt af mörkum sínum úr vítakasti en brást bogalistin í tvígang.

Elvar Örn byrjaði af krafti

Elvar Örn Jónsson skoraði fimm mörk í sjö skotum og var markahæstur hjá Melsungen ásamt Kai Häfner. Hann átti átti tvær stoðsendingar og Alexander Petersson eina en hann skoraði ekki mark. Arnar Freyr Arnarsson skoraði þrjú mörk fyrir Melsungen. Elvar Örn lék í dag sinn fyrsta leik í þýsku 1. deildinni.

Byrjaði fyrir framan 9.000 manns

Daníel Þór Ingason réðist ekki á garðinn þar sem hann var lægstur með nýjum samherjum sínum í Balingen-Weilstetten. Þeir sóttu meistara THW Kiel heim og töpuðu með níu marka mun, 33:24, en 9.000 áhorfendur voru viðstaddir. Daníel Þór skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik í með Balingen eftir að hafa komið til félagsins í sumar frá Ribe-Esbjerg í Danmörku.


Sander Sagosen og Niclas Ekberg skoruðu sex mörk hvor fyrir Kiel og voru markahæstir. Tim Nothdurft og Fabian Wiedertein skoruðu fjögur mörk fyrir Balingen. Oddur Gretarsson lék ekki með liðinu. Hann er að jafna sig eftir aðgerð á hné í vor eins og kom fram á handbolta.is í gær og verður tæplega með liðinu fyrir áramót.

Janus Daði Smárason og félagar í Göppingen voru hressir með fyrsta sigurinn. Mynd/Facebook/Göppingen

Fyrsti leikur Janusar á árinu

Janus Daði Smárason mætti til leiks með Göppingen í fyrsta sinn á þessu ári þegar liðið sótti nýliða HSV Hamburg heim.

Göppingen vann í miklum baráttuleik, 28:27, en nýliðarnir eru með harðsnúið lið og sigur Göppingenliðsins því afar dýrmætur. Janus Daði skoraði ekki í leiknum en átti tvær stoðsendingar. Marcel Schiller tók upp þráðinn þar sem frá var horfið á síðustu leiktíð og skoraði 11 mörk fyrir Göppingen.


Önnur úrslit:
GWD Minden – Flensburg 18:31.
Erlangen – Lemgo 19:15.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -