- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Myndskeið: Gísli Þorgeir skoraði sigurmarkið gegn Barcelona

Gísli Þorgeir Kristjánsson leikmaður Evrópumeistara SC Magdeburg. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Gísli Þorgeir Kristjánsson var hetja Evrópumeistara Magdeburg í kvöld þegar hann skoraði sigurmarkið, 29:28, á síðustu sekúndum viðureignarinnar við Barcelona á heimavelli í 13. og næst síðustu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Allt stefndi í jafntefli þegar Gísli Þorgeir lék vörn Barcelona grátt og skoraði sigurmarkið rétt áður en leiktíminn var úti. Myndskeið með markinu er hér fyrir neðan.

Barcelona og Magdeburg eru þar með jöfn með 22 stig í tveimur efstu sætum B-riðils. Þrátt fyrir tapið er Barcelona, fyrir lokaumferðina eftir viku, eina liðið sem öryggt um sæti í átta liða úrslitum og sleppa þar með við 1. umferð útsláttarkeppninnar.

12 íslensk mörk

Gísli Þorgeir skoraði sex mörk og var markahæstur. Ómar Ingi Magnússon fimm og Janus Daði Smárason eitt mark. Luís Frade skoraði átta mörk fyrir Barcelona og Aleix Gómez Abelló skoraði sjö mörk.

Bjarki Már Elísson og félagar í Veszprém eru öruggir um þriðja sæti B-riðils. Þeir unnu Montpellier í Frakklandi í kvöld, 37:31. Bjarki Már skoraði ekki mark í leiknum. Mikita Vailupau skoraði átta mörk fyrir ungversku meistarana.

Kolstad fer ekki lengra

Norska meistaraliðið Kolstad kvaddi drauminn um sæti í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld þegar liðið tapaði í heimsókn til Industria Kielce í Póllandi. Heimamenn unnu afar öruggan sigur, 31:23. Haukur Þrastarson skoraði tvö mörk fyrir Kielce.

Sigvaldi Björn Guðjónsson á auðum sjó gegn Andreas Wolf markverði Industria Kielce í Kielce í kvöld. Þeir voru samherjar um tveggja ára skeið hjá pólsku meisturunum frá 2020 til 2022. Mynd/EPA

Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði þrjú mörk fyrir Kolstad en sjö skot hans misstu marks. Þýski landsliðsmarkvörðurinn Andreas Wolff reyndist leikmönum Kolstad erfiður í leiknum, ekki síst sínum gamla samherja, Sigvalda Birni.

Norsku meistararnir eiga einn leik eftir í A-riðli en þeir eru næst neðstir.

Úrslit 13. umferðar, A-riðill:
Kielce – Kolstad 31:23.
RK Zagreb – PSG 28:26.
Eurofarm Pelister – Aalborg 28:33.
Porto – Celje 32:30.
Staðan:

Standings provided by Sofascore

Úrslit 13. umferðar, B-riðill:
Montpellier – Veszprém 31:37.
SC Magdeburg – Barcelona 29:28.
GOG – Wisla Plock 32:32.
Pick Szeged – THW Kiel 27:28.
Staðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -