- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Myndskeið: Handboltaæði runnið á Færeyinga – reiknað með þúsundum á EM

Færeyska landsliðið sem tryggði sér keppnisrétt á EM í fyrsta sin í vor. Mynd/Færeyska handknattleikssambandið, Facebook
- Auglýsing -

Sannkallað handboltaæði hefur gripið um sig á meðal Færeyinga eftir að karlalandsliðið vann það afrek í lok apríl að tryggja sér í fyrsta skipti sæti í lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Þýskalandi í janúar. Hugsanlegt er að 2.000 Færeyingar fari til Berlínar þar sem færeyska landsliðið leikur í riðlakeppninni. Gangi þetta eftir skjóta Færeyingar Íslendingum ref fyrir rass í aðsókn þegar litið er til höfðatölunnar góðu. Íbúar í Færeyjum eru um 55 þúsund.

Til samanburðar má nefna að talið að um 3.000 Íslendingar hafi verið þegar þeir voru flestir á leikjum HM í upphafi þessa árs. Aldrei hafa fleiri Íslendingar lagt leið sína á stórmót í handknattleik en á HM 2023.

Reyna að fá fleiri miða

Haft er eftir Hans Jón Thomsen hjá Handknattleikssambandi Færeyja í Portal.fo að áhuginn sé slíkur að unnið sé að því að fá fleiri en þá 1.000 miða sem færeyska handknattleikssambandinu stendur til boða kaupa fyrir stuðningsmenn. Thomsen segir hugsanlegt að 2.000 landar hans leggi leið sína til Berlínar til að styðja við bakið á landsliðinu í riðlakeppninni. Þegar er farið að bera víurnar í fleiri miða fyrir handboltaþyrsta Færeyinga sem hyggja mála Berlín í færeysku fánalitunum um miðjan janúar.

Miðasala hefst fljótlega

Miðasala á vegum færeyska handknattleikssambandsins hefst á næstu dögum. Miðað við áhugann sem fyrir hendi er má reikna með að miðarnir verðir rifnir út.

Eftir dregið var í riðla á miðvikudaginn er ljóst að færeyska landsliðið verður í D-riðli sem leikinn verður í Berlín. Með Færeyingum í riðli verða landslið Noregs, Slóveníu og Póllands.

Myndband um leiðina á EM

Leið færeyska karlalandsliðsins á EM hefur verið sett saman í 15 mínútna myndbandi sem er finna hér fyrir neðan. Þar er að finna brot út leikjum undankeppninnar sem skiptu mestu máli, eftirvæntingunni og þeirri fölskvalausu gleði sem tók við þegar ljóst var að takmarkinu var náð. Takmark sem margir töldu að seint eða aldrei yrði náð.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -