- Auglýsing -
Danska hornamanninum Hans Lindberg, sem er af íslensku bergi brotinn, er ýmislegt til lista lagt annað en vera afbrags hægri hornamaður og vítaskytta. Hann brá sér í stutta stund í mark Füchse Berlin í kvöld gegn Pfadi Winterthur í leik í Evrópudeildinni í handknattleik. Gerði Lindberg sér lítið fyrir og varði glæsilega í eitt skipti frá hornamanni svissneska liðsins.
Veikindi og meiðsli setja strik í reikninginn hjá Füchse Berlin og af þeim sökum var liðið aðeins með einn markvörð í leiknum í Winterthur í Sviss í kvöld, Dejan Milosavljev. Þegar honum var vísað af leikvelli hljóp Lindberg í skarðið og gerði það vel eins og sjá má á myndskeiðinu hér fyrir neðan.
Berlínarliðið vann leikinn, 30:27, og er efst og ósigraði í A-riðli Evrópudeildarinnar að loknum sex umferðum.
Crazy scenes in the European League.
— (Un)informed Handball Hour (@HandballHour) February 8, 2022
Fuchse Berlin hampered by injuries and Covid have only one goalkeeper
Milosavljev got sent off for two minutes so Hans Lindberg went in goal and made a save!!!
King 👑 pic.twitter.com/1xauQfHp06
- Auglýsing -