- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Myndskeið: Ótrúlegar lokasekúndur í Kaplakrika

- Auglýsing -

Síðustu 30 sekúndurnar í leik FH og Aftureldingar voru magnaðar. Afturelding tók leikhlé marki undir þegar 23 sekúndur voru til leiksloka. Jakob Aronsson jafnaði metin, 26:26, þegar átta sekúndur voru eftir af leiknum. Sekúndurnar fáu nægðu FH-ingum til þess að tryggja sér sigurinn, 27:26, og taka forystu í einvíginu, 2:1. Símon Michael Guðjónsson skoraði sigurmarkið þremur sekúndum fyrir leikslok.

Leikklukkan fer ekki af stað

Eins og glöggir taka e.t.v. eftir þá fór leiklukkan ekki af stað fyrr en fjórum sekúndum eftir að Afturelding byrjar leikinn eftir leikhlé. Skýringin mun vera sú að leiktíminn var stöðvaður fjórum sekúndum of seint eftir að Afturelding bað um leikhlé.

Deildar meiningar eru um það hvort þjálfurum Aftureldingar hafi verið tilkynnt um handvömm tímavarðar að stöðva leikklukkuna ekki á réttum tíma og þar af leiðandi að hún yrði ekki sett aftur af stað fyrr en liðnar væru fjórar sekúndur af sókn Aftureldingar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -