- Auglýsing -
Á ýmsu er bryddað upp á meðan sumarleyfi standa yfir hjá handknattleiksliðum Evrópu. Þýska liðið Flensburg varpaði fram þeirri spurningu til stuðningsmanna sinna á dögunum hvaða leikmaður liðsins lyfti mestri þyngd í bekkpressu. Flestir giskuðu á að fyrirliði þýska landsliðsins og línumaður Flensburg, Johannes Golla, bæri höfuð og herðar yfir aðra leikmenn í bekkpressulyftingum.
Annað kom upp úr dúrnum því íslenski víkingurinn og stórskyttan Teitur Örn Einarsson skaut samherjum sínum ref fyrir rass í þeim efnum. Golla varð að vísu annar með 160 kg, var tíu kílóum á eftir fallbyssunni frá Selfossi. Saman greindu þeir stuðningsmönnum frá úrslitunum í myndbandinu hér fyrir neðan.
- Auglýsing -