Í gærkvöld voru leiknir fimm síðustu leikirnir í Meistaradeild karla á þessu ári. Þar með lauk 10. umferð keppninnar og aðeins fjórar umferð þar með eftir áður en útsláttarkeppnin hefst. Þráðurinn verður tekinn upp í Meistaradeildinni í febrúar.
Teitur Örn Einarsson og félagar í Flensburg unnu stórlið Veszprém frá Ungverjalandi á heimavelli, 30:27. Teitur Örn skorað fjögur mörk. Eitt þeirra er á myndskeiði hér fyrir neðan.
Koma Teits Arnar til félagsins um miðjan október hefur átt drjúgan þátt í snúa gengi Flensburgarliðsins til betri vegar en því gekk illa framan af. Það er nú komið með níu stig eftir 10 leiki þrátt mikil afföll hafi verið í leikmanna og þjálfarahópnum síðustu vikur vegna kórónuveirunar.
Pólska meistaraliðið Vive Kielce tapaði fyrir Porto í Portúgal í gærkvöld, 29:27, og hefur þar með beðið lægri hlut í tveimur leikjum í röð í keppninni eftir að hafa farið mikinn um tíma og m.a lagt Barcelona í tvígang. Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði einu sinni fyrir Kielce en Haukur Þrastarson skoraði ekki.
Úkraínska meistaraliðið Motor Zaporozhye, þar sem Roland Eradze er aðstoðarþjálfari, tapaði í fyrir Dinamo Búkarest, 33:29, í Búkarest. Motor endar árið í sjötta sæti með B-riðils með átta stig, einu stigi á eftir Flensburg.
Í fjórða og síðasta leik B-riðils skildu PSG og Barcelona jöfn, 28:28, í París.
Mikil hátíð var í Szeged í Ungverjalandi í gærkvöld þegar tekin var í notkun ný og glæsileg keppnishöll sem leysti fyrri íþróttahöll félagsins af hólmi en sú er frá árinu 1974. Auk vígslu hallarinnar þá unnu ungversku meistararnir þá þýsku frá Kiel, 30:26, sem varð enn til að kæta stuðningsmenn Pick Szeged eins og sjá má á myndskeiðinu hér fyrir neðan.
Amazing new arena in Szeged! The atmosphere tonight in the sold out arena with more than 8000 fans is one of the reasons why I love handball!
— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) December 9, 2021
With the new home the Hungarian club has everything it takes to become a regular Final4 contender in my opinion.#handball #ehfcl pic.twitter.com/9bAMDabqoq
Nýja keppnishöllin rúmar 8.300 áhorfendur í sæti. Miðar á leikinn í gær seldust upp á innan við 20 mínútum. Szeged er ein þeirra borga sem leikið verður í á Evrópumeistaramótinu í næsta mánuði. Sú staðreynd varð til þess að flýtt var byggingu íþróttahallarinnar sem er ein sú glæsilegasta í Evrópu.
Staðan í A- og B-riðlum Meistaradeildar karla í handknattleik: