- Auglýsing -
- Auglýsing -

Myndskeið: Tveir Íslendingar í liði 21. umferðar

Tveir íslenskir handknattleiksmenn eru í liði 21. umferðar í þýsku 1. deildinni en greint var frá niðurstöðum í gær. Er þar um að ræða hornamennina Arnór Þór Gunnarsson hjá Bergischer HC og Bjarka Má Elísson leikmann bikarmeistara Lemgo. Þetta er í annað skiptið í röð sem Arnór Þór er í liði umferðarinnar.


Landarnir mættust í 21. umferðinni á sunnudaginn og hafði lið Arnórs Þórs betur, 32:27, á heimavelli eftir að hafa verið yfir allan leikinn. Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af einu marki Arnórs Þórs í leiknum.

Arnór Þór skoraði fimm mörk í leiknum við Lemgo en Bjarki Már var markahæstur á vellinum með átta mörk. Bjarki Már hefur skorað 128 mörk á keppnistímabilinu og er í þriðja sæti, átta mörkum á eftir Niclas Ekberg hjá Kiel.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -