- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Myndskeið: Tveir Íslendingar í síðasta liði umferðarinnar

- Auglýsing -

Tveir íslenskir handknattleiksmenn eru í síðasta liði umferðarinnar í þýsku 1. deildarinnar sem opinberað var í morgun. Í gær fór fram 34. og síðasta umferð deildarinnar. Annar þeirra er Oddur Gretarsson vinstri hornamaður Balingen-Weilstetten. Hinn er Teitur Örn Einarsson stórskytta Flensburg-Handewitt.

Oddur skoraði 10 mörk, þar af fimm úr vítaköstum, þegar Balingen lagði HSV Hambur á heimavelli, 37:30. Verðandi Þórsari geigaði ekki á skoti í leiknum.

Hér er finna samantekt úr leiknum:

Teitur Örn var sömuleiðis með fullkomna skotnýtingu, níu mörk í níu skotum, í tíu marka sigri Flensburg, 40:30, á Bergischer HC að viðstöddum nærri 5.200 áhorfendum í PSD Bank Dome í Düsseldorf. Selfyssingurinn átti einnig þrjár stoðsendingar.

Hér er finna samantekt úr leiknum:

Báðir kvöddu lið sín í gær. Oddur flytur heim í sumar er eftir 11 ára dvöl í Þýskalandi, þaraf í sjö ár með Balingen í tveimur efstu deildunum.

Teitur Örn færir sig um set innan Þýskalands eftir þrjú ár með Flensburg. Hann gengur til liðs við Gummersbach í nágrenni Kölnar og leikur undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar.
Teitur Örn var Evrópudeildarmeistari með Flensburg fyrir rúmri viku.

Sjá einnig:

Magdeburg meistari í annað sinn á þremur árum – uppgjör síðustu umferðar – lokastaðan

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -