- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nærri aldarfjórðungsbið Mosfellinga er á enda

Bikarmeistarar Aftureldingar í handknattleik karla 2023. Mynd/Kristján Orri Jóhansson
- Auglýsing -

Afturelding varð í kvöld bikarmeistari í handknattleik karla í annað sinn í sögu sinni 24 árum eftir að félagið fagnaði sínum fyrsta bikarmeistaratitli í Laugardalshöll. Afturelding vann Hauka með eins marks mun í úrslitaleik Poweradebikarsins, 28:27, í hnífjöfnum hörkuleik, eftir að hafa verið undir eftir fyrri hálfleik, 15:13.


Jovan Kukobat, markvörður Aftureldingar, sá til þess að bikarinn færi í Mosfellsbæinn að þessu sinni. Hann kom í veg fyrir framlengingu þegar hann varði síðasta markskot Hauka þegar örfáar sekúndur voru til leiksloka.


Haukar voru talsvert sterkari í fyrri hálfleik. Þeir léku af miklum krafti og Aftureldingarmenn voru ekk tilbúnir í baráttuna. Þeim tókst aðeins að komast á bragðið undir lok hálfleiksins og skoruðu tvö síðustu mörkin og vera þar af leiðandi aðeins tveimur mörkum undir eftir að hafa verið fjórum til fimm mörkum á eftir nánast frá fyrstu mínútu.


Þegar um tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik þá tókst Mosfellingum að komast inn í leikinn, jafna metin fljótlega á eftir og komast yfir í fyrsta sinn, 24:23, þegar nærri átta mínútur voru til leiksloka. Aftureldingarmenn voru sterkari á lokasprettinum, en það mátti vart á milli sjá hjá tveimur skemmtilegum handboltaliðum þegar upp var staðið.


Mörk Aftureldingar: Ihor Kopyshynskyi 10, Þorsteinn Leó Gunnarsson 7, Blær Hinriksson 6, Birkir Benediktsson 2, Árni Bragi Eyjólfsson 2, Einar Ingi Hrafnsson 1.
Varin skot: Brynjar Vignir Sigurjónsson 5, 21,7% – Jovan Kukobat 3, 27,3%.

Mörk Hauka: Guðmundur Bragi Ástþórsson 6, Ólafur Ægir Ólafsson 5, Andri Már Rúnarsson 4, Stefán Rafn Sigurmannsson 3/2, Þráinn Orri Jónsson 2, Adam Haukur Baumruk 2, Geir Guðmundsson 2, Heimir Óli Heimisson 2, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 1.
Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 10/1, 34,5% – Matas Pranckevicus 1, 12,5%.

Handbolti.is var í Laugardalshöll og fylgist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -