- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nærri metfjöldi Íslendinga í Meistaradeildinni á næsta vetri

Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson fagna með felögum sínum eftir kappleik í Meistaradeildinni í vor. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Útlit er fyrir að fleiri íslenskir handknattleiksmenn verði með félagsliðum í Meistaradeild karla í handknattleik á næsta keppnistímabili en um langt árabil. Sennilega þarf að fara aftur til keppnistímabilsins 2008/2009 þegar Haukar voru með í keppninni til þess að finna fleiri Íslendinga, þjálfara og leikmenn, á meðal þátttakenda.

Tólf íslenskir handknattleiksmenn og einn þjálfari verða með liðum Meistaradeildar á næsta keppnistímabili samanborið við sex leikmenn á síðasta vetri.

Íslendingarnir 13 sem ljóst er að verði með á næsta keppnistímabili:

Fredericia HK: Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfari, Arnór Viðarsson og Einar Þorsteinn Ólafsson.
Kolstad: Benedikt Gunnar Óskarsson, Sigvaldi Björn Guðjónsson, Sveinn Jóhannsson.
SC Magdeburg: Gísli Þorgeir Kristjánsson, Ómar Ingi Magnússon.
Pick Szeged: Janus Daði Smárason.
Industria Kielce: Haukur Þrastarson.
Veszprém: Bjarki Már Elísson.
Wisla Plock: Viktor Gísli Hallgrímsson.
Sporting Lissabon: Orri Freyr Þorkelsson.

Á síðasta tímabili voru eftirtaldir Íslendingar með félagsliðum í Meistaradeild Evrópu:

SC Magdeburg: Gísli Þorgeir Kristjánsson, Janus Daði Smárason, Ómar Ingi Magnússon.
Industria Kielce: Haukur Þrastarson.
Kolstad: Sigvaldi Björn Guðjónsson.
Veszprém: Bjarki Már Elísson.

Dregið verður í riðla Meistaradeildar karla og kvenna í Vínarborg síðdegis á morgun. Einvherjum kom á óvart í gær og var til efni til uppsláttar að Fredericia HK hafnaði í öðrum styrkleikaflokki af þremur þegar tilkynnt var um flokkana í gær.

Staðan Fredericia HK á ekki að koma neinum á óvart sem fylgist með, Hún kemur liði félagsins sem slíku ekki við enda er það að taka þátt í Evrópukeppni félagsliðs í fyrsta sinn í liðlega fjórar áratugi.

Ástæðan fyrir því að Fredericia HK er í öðrum flokki en ekki þeim þriðja og neðsta er sú að staða Danmerkur í keppninni er sterk eftir góðan árangur GOG og Aalborg á síðustu árum. Á hverju ári safna félögum stigum með árangri sínum. Stigin eru eyrnamerkt löndum ekki félagsliðum enda getur verið breytilegt ár frá ári hvaða lið taka þátt.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -