- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Naumt tap hjá Sigvalda Birni og Hauki á útivelli

Haukur Þrastarson er sagður vera á leiðinni til Dinamo Búkarest. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Íslenskir handknattleiksmenn höfðu ekki heppnina með sér í kvöld í leikjum 10. umferðar Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla. Sigvaldi Björn Guðjónsson og félagar í Kolstad töpuðu með eins mark mun fyrir THW Kiel í Þýskalandi, 26:25. Industria Kiel, sem Haukur Þrastarson leikur með, tapaði með sömu markatölu í heimsókn til Pick Szeged í Ungverjalandi.

Íslenskir dómarar

Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson héldu uppi röð og reglu á leikvellinum í Pick Arena með flautum sínum og sjöldum.
Sigvaldi Björn var markahæstur hjá Kolstad ásamt Ulstad Lyse Simen og Sander Sagoson. Hver þeirra skoraði fimm mörk í hnífjöfnum og æsilega spennandi leik í Kiel. Sagosen fékk beint rautt spjald undir lok leiksins.

Liðin skiptust á að vera marki yfir. Domagoj Duvnjak og Rune Damke skoruðu tvö síðustu mörk leiksins og innsigluðu tvö stig.

Svíinn Niclas Ekberg skoraði átta mörk fyrir Kiel og var markahæstur. Duvnjak og Eric Johansson skoruðu fjögur mörk hvor.

Haukur lét til sín taka

Haukur Þrastarson skoraði fjögur mörk og gaf einu stoðsendingu fyrir Kielce í hörkuleik í Szeged. Alex Dujshebaev var markahæstur með sex mörk og Szymon Sicko skoraði fimm sinnum.

Haukur Þrastarson í kröppum dans á mót Borut Mackovsek og Imanol Garciandia Alustiza leikmönnum Pick Szeged. Mynd/EPA

Bence Banhidi, Dean Bombac, Imanol Garcia og Mario Sostaric skoruðu fjögur mörk hver fyir Pic Szeged.

Síðar í kvöld eigast við Montpellier og GOG í B-riðli. Fimm leikir fara fram annað kvöld í Meistaradeildinni.

Staðan í A-riðli:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -