- Auglýsing -
- Auglýsing -

Naumt tap í Berlín

Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari Melsungen. Mynd/MT Melsungen
- Auglýsing -

Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari Melsungen, og Arnar Freyr Arnarsson leikmaður liðsins, máttu bíta í það súra epli ásamt samherjum sínum að tapa fyrir Füchse Berlin, 32:30, í Berlín í kvöld í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Melsungen var marki yfir í hálfleik, 14:13.

Berlínarliðið var ívið sterkara þegar á leið síðari hálfleik. Melsungen var síðast yfir í leiknum, 20:19, þegar 19 mínútur voru til leiksloka. Eftir það var frumkvæðið hjá Berlínarrefunum.

Arnar Freyr skoraði tvö mörk í jafn mörgum skotum. Timo Kastening var markahæstur hjá Melsungen með sjö mörk og Kai Häfner var næstur með sex mörk. Hinn íslenski Hans Lindberg skoraði 11 mörk fyrir Füchse Berlín í 14 skotum. Þar af skoraði hann úr öllum sex vítaköstum sínum. Jakob Holm var næstur með sex mörk.

Önnur úrslit í kvöld:

Kiel – Ludwigshafen 29:19
Erlangen – Leipzig 30:22.

Staðan í þýsku 1. deildinni:
Kiel 18(10), Rhein-Neckar Löwen 16(9), Flensburg 14(8), Füchse Berlin 13(9), Stuttgart 13(10), Göppingen 12(10), Melsungen 11(8), Leipzig 11(10), Lemgo 11(10), Erlangen 11(11), Wetzlar 10(10), Hannover-Burgdorf 9(9), Bergischer HC 9(10), SC Magdeburg 8(8), Nordhonr 6(10), Minden 5(8), Balingen-Weilstetten 5(10), Ludwighafen 5(11), Essen 3(9), Coburg 0(10).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -