- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Neðstu liðin skiptu stigunum á milli sín

Matea Lonac markvörður KA/Þórs var mjög góð í leiknum við Fram. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Neðstu liðin í Olísdeild kvenna, KA/Þór og Stjarnan, náðu í sín fyrstu stig í kvöld þegar þau skildu jöfn, 24:24, í KA-heimilinu á Akureyri í 4. umferð deildarinnar. Stjarnan var fimm mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 15:10. KA/Þór skoraði aðeins eitt mark á síðustu 13 mínútum leiksins.


Bæði lið fengu tækifæri til þess að tryggja sér stigin tvö en allt kom fyrir ekki. Matea Lonac varði í tvígang frá Stjörnukonum, fyrst þegar 40 sekúndur voru til leiksloka og aftur á síðustu sekúndu, langskot frá Hönnu Guðrúnu Hauksdóttur, sem freistaði þess að skora eftir að KA/Þór hafði tapað boltanum í síðustu sókn sinni.

Nýr leikmaður

Stjarnan var mun öflugri í fyrri hálfleik. Liðið tefldi fram nýjum leikmanni sem varð gjaldgengur í dag. Er þar um að ræða hina þrautreyndu Kristínu Guðmundsdóttur. Hún hefur fylgt dóttur sinni, Emblu Steindórsdóttur eftir. Darija Zecevic, markvörður, sem samdi á ný við Stjörnuna á dögunum var hvergi sjáanleg.

Brasilíska handknattleikskonan Nathália Fraga, sem tilkynnt var um komu á til KA/Þórs í vikunni, er ekki orðin gjaldgeng.

Rakel Sara Elvarsdóttir er mætt í búning KA/Þórs á ný. Hún skoraði sex mörk í gær, öll í síðari hálfleik. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

KA/Þórsliðið stórbætti varnarleik sinn í síðari hálfleik auk þess sem Matea Lonac komst í stuð í markinu. KA/Þór jafnaði fljótlega metin, 18:18, og skoraði síðan fimm mörk í röð. Rakel Sara Elvarsdóttir skoraði eftir hraðaupphlaup, 23:18, þegar 13 mínútur voru til leiksloka. Allt virtist leika í lyndi hjá KA/Þór þegar Sigurgeir Jónsson þjálfari Stjörnunnar greip í taumana.

Hin þrautreynda handknattleikskona, Eva Björk Davíðsdóttir, leikur að vanda stórt hlutverk í liði Stjörnunnar. Hér sækir Eva Björk að Telmu Lísu Elmarsdóttur leikmanni KA/Þórs. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Sigurgeir gaf skipun um að leikin skyldi 5/1 með Hönnu Guðrúnu fremsta. Eftir breytinguna hrökk sóknarleikur KA/Þórs í baklás. Liðið skoraði aðeins eitt mark á móti sex mörkum Stjörnunnar. Skipti engu þótt Arna Valgerður Erlingsdóttir tæki tvö leikhlé á síðustu níu mínútunum.


Staðan og næstu leikir í Olísdeild kvenna.

Mörk KA/Þórs: Rakel Sara Elvarsdóttir 6, Nathalia Soares Baliana 5, Telma Lísa Elmarsdóttir 4, Lydía Gunnþórsdóttir 4/1, Kristín A. Jóhannsdóttir 4, Anna Þyrí Halldórsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 15, 38,5%.

Mörk Stjörnunnar: Eva Björk Davíðsdóttir 8/6, Embla Steindórsdóttir 5, Vigdís Arna Hjartardóttir 3, Anna Karen Hansdóttir 2, Stefanía Theodórsdóttir 2, Hanna Guðrún Hauksdóttir 1, Elísabet Gunnarsdóttir 1, Kristín Guðmundsdóttir 1, Ivana Jorna Meincke 1.
Varin skot: Elísabet Millý Elíasardóttir 9/2, 27,3% – Sigrún Ásta Möller 2, 100%.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -