- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nefbrotin og úr leik næstu vikur

Berta Rut Harðardóttir sendir boltann frá sér í leik við KA/Þór í KA-heimilinu á síðasta tímabili. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Örvhenta skyttan Berta Rut Harðardóttir hefur ekkert leikið með Haukum í síðustu tveimur leikjum, gegn Fram í átta liða úrslitum Coca Cola-bikarsins og í sigurleiknum á HK í fyrstu umferð Olísdeildarinnar í Schenkerhöllinni á laugardaginn.


Gunnar Gunnarsson, þjálfari kvennaliðs Hauka, sagði handbolta.is að Berta Rut hafi nefbrotnaði í æfingaleik Hauka við færeyska liðið Neistan í Schenkerhöllinni 4. september. Ekki er leyfilegt að leika handbolta með andlitsgrímu.

„Berta Rut verður frá keppni í fjórar vikur til viðbótar vegna þessa. Við reiknum með að hún verður klár í slaginn með okkur í fyrsta leik eftir landsleikjahléið í október, gegn KA/Þór á útivelli 16. október,“ sagði Gunnar Gunnarsson, þjálfari kvennaliðs Hauka.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -