- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nítján leikmenn í HM-hópnum

Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari, Gunnar Magnússon, aðstoðarþjálfari, og Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ. Mynd/Ívar
- Auglýsing -

Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari í handknattleik greindi rétt í þessu frá vali á 19 leikmönnum sem kallaðir verða saman til æfinga fyrir heimsmeistaramótið í handknattleik karla sem hefst í Svíþjóð og Póllandi 11. janúar og stendur til 29. sama mánaðar.


Þrír markverðir eru hópnum. Þeir sömu og voru með á EM í upphafi árs og hafa staðið vaktina í síðustu landsleikjum.

Hákon Daði Styrmisson er í landsliðshópnum sem fer á HM í næsta mánuði. Mynd/Hafliði Breiðfjörð


Einnig stefnir í að Hákon Daði Styrmisson hornamaður Gummersbach taki þátt í sínu fyrsta stórmóti. Hann er annar tveggja vinstri horamanna sem eru í hópnum valinn hefur verið.
Óðinn Þór Ríkharðsson verður annar af tveimur hægri hornamönnum en á EM í upphafi þessa árs var Sigvaldi Björn Guðjónsson eini hreinræktaði hægri hornamaðurinn. Teitur Örn Einarsson sem var í EM-hópnum er ekki í HM-hópnum.

HM-hópurinn er skipaður þessu 19 leikmönnum:


Markverðir:
Ágúst Elí Björgvinsson, Ribe-Esbjerg (47/2).
Björgvin Páll Gústavsson, Valur (244/16).
Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes (35/1).
Vinstra horn:
Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém (91/291).
Hákon Daði Styrmisson, Vfl Gummersbach (8/25).
Vinstri skytta:
Aron Pálmarsson, Aalborg Håndbold (158/618).
Elvar Ásgeirsson, Ribe-Esbjerg (9/17).
Ólafur Andrés Guðmundsson, GC Amicitia Zürich (137/269).
Leikstjórnendur:
Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (54/140).
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (39/76).
Janus Daði Smárason, Kolstad Håndball (58/83).
Hægri skytta:
Kristján Örn Kristjánsson, Pays d´Aix UC (21/29).
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (66/216).
Viggó Kristjánsson, SC DHfK Leipzig (33/76).
Hægra horn:
Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (16/55).
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad Håndball (49/127).
Línumenn og vörn:
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (71/81).
Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (23/30).
Ýmir Örn Gíslason, Die Rhein-Neckar Löwen (64/34).

„Framundan er spennandi janúar“

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -