- Auglýsing -
- Auglýsing -

Níu eru örugg en þrettán keppa um sjö sæti

Leikmenn Barcelona unnu Meistaradeildina sem lauk á sunnudaginn. Mynd/EPA

Níu lið eru örugg um sæti í Meistaradeild Evrópu í karlaflokki á næstu leiktíð. Af þeim eru tvö þýsk, meistarar SC Magdeburg, og THW Kiel. Þýskaland á tvö örugg sæti í deildinni samkvæmt styrkleikalista félagsliða hjá EHF.


Forvígismenn þrettán félaga horfa vonaraugum á þau sjö sæti sem eftir standa og mótanefnd Handknattleikssambands Evrópu mun úthluta áður en dregið verður í riðla eftir um viku. Alls taka 16 lið þátt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð eins undanfarin ár.


Liðin níu sem er örugg um sæti í Meistaradeildinni eru:
SC Magdeburg (Þýskaland).
Barcelona (Spánn).
Paris Saint-Germain (Frakkland).
Pick Szeged (Ungverjaland).
GOG (Danmörk).
Łomża Vive Kielce (Pólland).
FC Porto (Portúgal).
Dinamo Búkarest (Rúmenía).
THW Kiel (Þýskaland).


Eftirtalin þrettán félög hafa sótt um sæti, wild card, í Meistaradeild karla:
Aalborg Håndbold (Danmörk).
BM Granolles (Spánn).
HBC Nantes (Frakkland).
Veszprém (Ungverjaland).
Orlen Wisla Plock (Pólland).
Sporting (Portúgal).
Minaur Baia Mare (Rúmenía).
PPD Zagreb (Króatía).
Elverum (Noregur).
Celje Lasko (Slóvenía).
Kadetten Schaffhausen (Sviss).
Ystads IF HF (Svíþjóð).
HC Motor (Úkraína).

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -