- Auglýsing -
- Auglýsing -

Níutíu og níu smit frá áramótum

Forsvarsmenn Alþjóða handknattleikssambandsins þola engin lausatök þegar kemur að covid á HM 2023. Mynd/EPA

Alls hafa 99 handknattleiksmenn frá 20 af 24 landsliðum sem skráð voru til leiks á EM í handknattleik greinst smitaðir af kórónuveirunni frá 1. janúar samkvæmt samantekt danska handknattleiksmannsins Rasmus Boysen fyrir þýska vefmiðilinn handball-world. Leikmennirnir greindust annað hvort í aðdraganda mótsins eða eftir það var byrjað.

Noregur er eina landsliðið sem á sæti í milliriðlakeppni EM sem hefur sloppið við smit til þessa.

Eins og greint var frá í gærkvöld þá kom smit í fyrsta sinn upp hjá íslenska landsliðinu þar sem þrír hafa verið setti í einangrun.

Króatar, Serbar og Þjóðverjar hafa farið verst út úr faraldrinum fram til þessa samkvæmt samantektinni sem áður er vísað til. Tólf leikmenn hvers þessara þriggja landsliða hafa smitast eða eru smitaðir um þessar mundir. Pólverjar eru næstir með 11 og Svartfellingarnir eru 10.

Landslið Úkraínu og Noregs hafa sloppið til þessa. Það fyrrgreinda er fallið úr keppni eins og Portúgal var með einn smitaðan fyrir áramót en ekkert eftir það. Sömu sögu er að segja um Tékka. Þeir sluppu að þessu sinni eftir að hafa farið hroðalega illa út úr faraldrinum í aðdraganda HM fyrir ári með þeim afleiðingum að draga varð tékkneska landsliðið úr keppni sólarhring fyrir fyrsta leik.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -