- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nóg að gera hjá Arnóri

Arnór Atlason í leik með íslenska landsliðinu fyrir nokkrum árum. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Arnór Atlason situr ekki auðum höndum þessa dagana þótt leikmenn danska meistaraliðsins Aalborg Håndbold séu í sumarfríi út um borg og bý. Arnór er þessa dagana að búa U19 ára landslið Dana undir þátttöku á Evrópumeistaramótinu sem fram fer í Króatíu 12. til 22. ágúst.


Danska landsliðið hefur nýlega lokið þátttöku á fjögurra liða móti í Estarreja í Portúgal. Á mótinu unnu lærisveinar Arnórs landslið Ísraels og Serbíu en gerðu jafntefli við landslið heimamanna, 31:31, í lokaumferðinni í gær.


Arnór og leikmenn hans kasta mæðinni á næstunni en taka upp þráðinn aftur um mánaðarmótin. Þá hefst lokaundirbúningur liðsins fyrir EM og m.a. mun danska liðið taka þátt í Scandinavian Open Championship í Svíþjóð áður en það fer til Króatíu.


Danska liðið verður í C-riðli á EM í Króatíu með Þýskalandi, Noregi og Rússlandi og leikur í bænum Koprivnica. Íslenska landsliðið á sæti í A-riðli mótsins með Serbum, Slóvenum og Ítölum og leikur sína leiki í bænum Varaždin.


Arnór tók við þjálfun U19 ára landsliðsins á síðasta ári en hann er jafnframt aðstoðarþjálfari danska meistaraliðsins Aalborg Håndbold sem lék til úrslita í Meistaradeild Evrópu í síðasta mánuði.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -