- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Nögum okkur í handabökin“

Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, og leikmenn naga sig í handarbökin eftir jafntefli við Stjörnunar í gærkvöld. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

„Við vorum í kjörstöðu til að vinna leikinn. Nú verðum við öll sem eitt að horfa í eigin barm eftir þetta,“ sagði Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs við handbolta.is í gærkvöld eftir sannkallað vonbrigða jafntefli við Stjörnuna í Olísdeild kvenna í TM-höllinni í Garðabæ, 25:25, í leik sem varð að leika að nýju eftir að fyrri viðureign liðanna í TM-höllinni 13. febrúar var strikuð út eftir málaferli fyrir dómstólum HSÍ.


KA/Þór var sex mörkum yfir, 20:14, þegar 16 mínútur voru til leiksloka og virtist liðið hafa öll ráð í hendi sér. Ekki var allt sem sýndist og með mikill baráttu tókst Stjörnunni vinna upp forskotið. Eva Björk Davíðsdóttir jafnaði metin á síðustu sekúndu eftir að Tinna Húnbjörg Einarsdóttir, markvörður Stjörnunnar, hafði varið skot úr opnu færi þegar 10 sekúndur voru til leiksloka.

Hefði viljað ná fleiri stoppum

„Við fórum með mörg góð færi á lokasprettinum sem fór með leikinn af okkar hálfu,“ sagði Andri Snær og bætti við. „Einnig hefði ég viljað ná fleiri stoppum í vörninni á lokamínútum leiksins. Stjörnuliðið átti of auðvelda leið að marki okkar. Það var eins og við réðum ekki við pressuna í lokin. Við áttum til dæmis að mæta Evu Björk í lokasókninni. Hún fékk alltof auðvelda leið að vörninni og var ekki undir neinni pressu þegar hún skoraði jöfnunarmarkið. Við nögum okkur svo sannarlega í handabökin að leikslokum,“ sagði Andri Snær af yfirvegun.

Horfum til næstu leikja

Andri Snær sagði að unnið hafi verið markvisst í að ýta umræðunni í kringum fyrri leikinn út úr hópnum fyrir viðureignina í gærkvöld. Hann taldi það hafa tekist og að leikmenn og þjálfarar hafi einbeitt sé að leiknum sem fyrir dyrum stóð. Nú verði að horfa til framtíðar enda séu tveir stórleikir eftir gegn Val á laugardaginn á heimavelli og á móti Fram í lokaumferð Olísdeildar annan laugardag. Í dag deila KA/Þór og Fram efsta sæti Olísdeildar með 18 stig hvort lið. Andri Snær segir ekkert annað koma til greina en að vinna deildarmeistaratitilinn. Ekki megi dvelja við það sem liðið er.


„Við erum mjög spennt fyrir skemmtilegustu leikjum vetrarins sem framundan eru. Nú höfum við náð úr okkur hrollinum eftir fyrst leikinn svo vikum skiptir. Næstu dagar fara í að betrumbæta leik okkar fyrir framhaldið. Við mætum full sjálfstrausts í leikinn við Val,“ sagði Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs ákveðinn í samtali við handbolta.is í TM-höllinni í gærkvöld.


Mörk Stjörnunnar: Eva Björk Davíðsdóttir 11/3, Helena Rut Örvarsdóttir 5, Anna Karen Hansdóttir 3, Elísabet Gunnarsdóttir 2, Sólveig Lára Kjærnested 1, Kartín Tinna Jensdóttir 1, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 1.
Varin skot: Tinna Húnbjörg Einarsdóttir 7, 30,4% – Heiða Ingólfsdóttir 2, 20%.
Mörk KA/Þórs: Ásdís Guðmundsdóttir 5/3, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 4, Aldís Ásta Heimisdóttir 5, Rakel Sara Elvarsdóttir 3, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 3/1, Martha Hermannsdóttir 2, Anna Þyrí Halldórsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 15, 39,5% – Sunna Guðrún Pétursdóttir 0.

Staðan í Olísdeild kvenna:

Tvær síðustu umferðirnar:

13. umferð – 1. maí:
Stjarnan – ÍBV, kl. 13.30.
HK – Haukar, kl. 13.30.
FH – Fram, kl. 13.30.
KA/Þór – Valur, kl. 13.30.
14. umferð – 8. maí:
Fram – Þór/KA, kl. 13.30.
Valur – HK, kl. 13.30.
ÍBV – FH, kl. 13.30.
Haukar – Stjarnan, kl. 13.30.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -