- Auglýsing -
- Auglýsing -

Norðmenn gerðu út um vonir Serba

Jonas Wille er stýra norska landsliðinu í fyrsta sinn á stórmóti og virðist gera það gott. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Norska landsliðið sýndi styrk sinn í kvöld þegar það sneri erfiðri stöðu eftir fyrri hálfleik upp í sigur á Serbum 31:28, í lokaleik kvöldsins í milliriðli tvö í keppnishöllinni í Katowice. Þar með eiga Serbar ekki lengur möguleika á sæti í átta liða úrslitum HM.


Serbar voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 19:15, eftir að hafa verið mest með sex marka forskot, 17:11. Norðmenn fóru rólega af stað í síðari hálfleik en tóku síðan leikinn yfir á síðustu 25 mínútunum. Torbjørn Bergerud tók að verja í markinu.

Sandor Sagosen tókst loksins að skora auk þess sem Alexander Blonz, Gøran Johannessen og Harald Reinkind voru atkvæðamiklir. Johannessen þótti standa sig einstaklega vel.

Gøran Johannessen sækir að vörn Serba í Katowice í kvöld. Mynd/EPA


Norðmenn eru þar með með fjóra sigra í mótinu og eru enn sem komið eitt af taplausu liðunum. Þeir hafa sex stig eins og Þjóðverjar í milliriðlinum. Vonir Serba um sæti í átta liða úrslitum eru úr sögunni. Þeir hafa tvö stig auk þess að hafa tapað bæði fyrir Þjóðverjum og Norðmönnum. Hollendingar eiga ennþá von um sæti í átta liða úrslitum úr þessum riðli.


Mörk Noregs: Sander Sagosen 5, Sebastian Barthold 5, Alexandre Blonz 4, Magnus Gullerud 4, Petter Overby 3, Magnus Abelvik Rod 3, Kristian Bjornsen 2, Goran Johannessen 2, Christian O`Sullivan 2, Harald Reinkind 1.
Mörk Serbíu: Bogdan Radivojevic 5, Petar Dordic 5, Milos Orbovic 5, Nemanja Ilic 3, Mijajlo Marsenic 2, Jovica Nikolic 2, Dragan Pechmalbec 2, Lazar Kukic 2, Marko Milosavljevic 1, Vukasin Vorkapic 1.

HM 2023 – Milliriðlar, leikjadagskrá, staðan

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -