- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Norðmenn mæta Hollendingum eftir tap fyrir Frökkum

Silje Solberg og Vilde Ingstad vonsviknar eftir tapið fyrir franska landsliðinu í kvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Frakkland lagði Noreg í jöfnum og afar spennandi leik í lokaumferð í milliriðli tvö á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik í Þrándheimi í kvöld, 24:23, eftir að jafnt var að loknum fyrri hálfleik, 12:12.

Frakkland mætir þar með Tékklandi í átta liða úrslitum á þriðjudaginn en Noregur glímir við hollenska landsliðið sem leikið hefur afar vel á mótinu. Síðast í dag kjöldrógu Hollendingar liðsmenn Spánar, 29:21, í Frederikshavn.


Tapið er nokkurt áfall fyrir norska landsliðið undir stjórn Þóris Hergeirssonar sem eiga heimsmeistaratitil að verja á mótinu.

Estelle Nze Minko var markahæst í franska landsliðinu með sex mörk. Orlane Kanor skoraði fjögur. Vilde Mortensen Ingstad og Nora Mørk skoruðu fjögur mörk hvor fyrir norska landsliðið.
Hollendingar og Tékkar fara til Þrándheims og leika við Noreg og Frakkland á þriðjudaginn.


Annað kvöld verða öll kurl komin til grafar í milliriðlum eitt og þrjú. Svíar og Svartfellingar standa best að vígi í riðli eitt en Þjóðverjar og Danir í milliriðli þrjú. Segja má að aðeins standi út af borðinu hvort það verða Króatar eða Svartfellingar sem fylgja Svíum eftir úr milliriðli eitt.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -