- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ný markmið – ný keppni er okkur efst í huga

Þórey Anna Ásgeirsdóttir landsliðskona í handknattleik. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Við vorum vonsviknar eftir leikinn við Angóla og daginn eftir. Síðan rann upp nýr dagur með nýjum markmiðum. Við erum jákvæðar með framhaldið í keppninni. Markmiðið er að fara alla leið og vinna þessa keppni sem nú tekur við hjá okkur um forsetabikarinn,” sagði Þórey Anna Ásgeirsdóttir landsliðskona í handknattleik í samtali við handbolta.is um markmiðin sem eru framundan í keppninni um forsetabikarinn á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik.

Fyrsti leikurinn verður í dag gegn okkar næstu nágrönnum, Grænlendingum, í Nord Arena í Frederikshavn á norður Jótlandi. Flautað verður til leiks klukkan 17.


„Það þýðir ekkert að velta sér upp úr fortíðinni. Ný markmið – ný keppni er okkur efst í huga,” sagði Þórey Anna sem valin var besti leikmaður úrslitakeppni Olísdeildarinnar í vor.

„Þótt úrslitin í síðasta leiknum í Stafangri hafi verið okkur vonbrigði þá erum við stoltar af árangri okkar á mótinu og ætlum að halda áfram að leggja okkur allar fram. Eflaust eigum við eftir að horfa til baka þegar frá líður og hugsa hlýlega til leikjanna á mótinu.

Allt fer þetta í reynslubankann góða,” sagði Þórey Anna Ásgeirsdóttir landsliðskona í handknattleik sem sló á létta strengi um leið og hún bíður spennt eftir að takast á við fleiri verkefni á næstu dögum með stöllum sínum í íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í handknattleik.

Leikur Íslands og Grænlands í fyrstu umferð riðlakeppni forsetabikarkeppni heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik hefst klukkan 17 í dag í Frederikshavn í Danmörku. Handbolti.is er í Frederikshavn og fylgist með leiknum í textalýsingu úr keppnishöllinni.

Aldarfjórðungur frá sögulegri viðureign við Grænlendinga

HM kvenna ´23: Forsetabikar: leikir, úrslit, staðan

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -