- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýliðarnir stóðu í Stjörnunni

Eva Dís Sigurðardóttir, markvörður Aftureldingar, var í ham gegn Stjörnunni. Mynd/Raggi Óla
- Auglýsing -

Nýliðar Aftureldingar í Olísdeild kvenna stóðu í Stjörnunni í kvöld í viðureign liðanna í 3. umferð Olísdeildar á Varmá í Mosfellsbæ. Eftir hressilega mótspyrnu Aftureldingar þá tókst Stjörnunni að öngla í bæði stigin með naumum sigri, 18:17, eftir að hafa verið marki undir í hálfleik, 11:10.


Eva Björk Davíðsdóttir skoraði sigurmarkið þegar mínúta var til leiksloka. Þetta var fyrsti sigur Stjörnunnar í deildinni. Afturelding er án stiga.
Eva Dís Sigurðardóttir lék með Aftureldingu á nýjan leik eftir að hafa misst af síðustu viðureign vegna meiðsla. Hún fór á kostum í markinu og varði 14 skot, 43,8%. Darija Zecevic var einnig öflug í marki Stjörnunnar með 39,3% hlutfallsmarkvörslu.


Mörk Aftureldingar: Katrín Helga Davíðsdóttir 6/5, Ólöf Marín Hlynsdóttir 6, Susan Ines Gamboa 1, Telma Rut Frímannsdóttir 1, Sylvía Björt Blöndal 1, Drífa Garðarsdóttir 1, Brynjar Rögn Fossberg Ragnarsdóttir 1.
Varin skot: Eva Dís Sigurðardóttir 14, 43,8%.
Mörk Stjörnunnar: Eva Björk Davíðsdóttir 5/1, Stefanía Theodórsdóttir 4, Lena Margrét Valdimarsdóttir 3, Katla Marúa Magnúsdóttir 2, Þórhildur Gunnarsdóttir 2, Elena Elísabet Birgisdóttir 1, Helena Rut Örvarsdóttir 1.
Varin skot: Darija Zecevic 11, 39,3%.

Stöðuna og næstu leiki í Olísdeild kvenna er hægt að sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -