- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýliðarnir voru nærri sínu fyrsta stigi

Patrekur Jóhannesson þjálfari Stjörnunnar og leikmenn hans getað prísað sig sæla með að fá tvö stig úr leiknum í Kórnum. Mynd/Ívar
- Auglýsing -

Nýliðar HK voru ekki langt frá að krækja í sitt fyrsta stig eða fyrstu stig í Olísdeild karla í handknattleik í kvöld þegar þeir mættu Stjörnunni í Kórnum. HK-ingar voru síst lakari í leiknum en Stjörnumenn voru örlítið lánsamari á lokakaflanum og náðu að tryggja sér bæði stigi, 25:23. Jafn var að loknum fyrri hálfleik, 10:10. Sjaldnast skildi meira en eitt eða tvö mörk liðin að.


Stjarnan skoraði tvö síðustu mörk leiksins og gátu leikmenn liðsins prísað sig sæla með að sleppa fyrir horn að þessu sinni. Með sigrinum komst Stjarnan upp að hlið Vals með 12 stig að loknum átta leikjum. Haukar eru sem fyrr efstir með 14 stig en hafa leikið einum leik fleira. Áfram verður leikið í áttundu umferð á morgun.


HK rekur lestina ásamt Víkingi án stiga en Víkingar eiga leik inni sem fram fer á morgun þegar þeir fá Gróttumenn í heimsókn í Víkina.


Mörk HK: Hjörtur Ingi Halldórsson 6, Einar Bragi Aðalsteinsson 5, Einar Pétur Pétursson 3, Pálmi Fannar Sigurðsson 2, Elías Björgvin Sigurðsson 2, Kristófer Ísak Bárðarson 2, Kristján Pétur Barðason 1, Arnór Róbertsson 1, Sigurvin Jarl Ármannsson 1.
Varin skot: Sigurjón Guðmundsson 9, 26,5%.
Mörk Stjörnunnar: Leó Snær Pétursson 6/3, Dagur Gautason 4, Hrannar Bragi Eyjólfsson 4, Gunnar Steinn Jónsson 3, Pétur Árni Hauksson 3, Hjálmtýr Alfreðsson 2, Hafþór Már Vignisson 1, Starri Friðriksson 1, Sverrir Eyjólfsson 1.
Varin skot: Arnór Freyr Stefánson 12, 34,3%.

Stöðuna í Olísdeild karla og næstu leiki má sjá hér.

Öll tölfræði leiksins er hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -