- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Oddaleikur að Varmá á þriðjudagskvöldið

Blær Hinriksson leikmaður Aftureldingar sækir að vörn Hauka í þriðju viðureign liðanna. Mynd/Raggi Óla
- Auglýsing -

Afturelding knúði fram oddaleik í undanúrslitaeinvíginu við Hauka með sigri á Ásvöllum í dag, 31:30. Tæpari gat sigurinn ekki verið. Brynjar Vignir Sigurjónsson varði sannkallað skot frá Tjörva Þorgeirssyni á síðustu sekúndu og kom þar með í veg fyrir framlengingu. Þorsteinn Leó Gunnarsson hafði áður skotið yfir mark Hauka þegar sex sekúndur voru eftir af leiknum.

Haukar tóku leikhlé og höfðu að því loknu fjórar sekúndur til þess að jafna metin. Það tókst ekki.

Oddaleikur verður að Varmá á þriðjudagskvöldið og hefst klukkan 20.15. Sannkallaður gjaldkeraleikur sem hleypur á snærið.

Fullt var út úr dyrum á Ásvöllum í kvöld. Reikna má með að svipað verði upp á teningnum að Varmá á þriðjudaginn.
Afturelding var þremur mörkum yfir í hálfleik, 17:14, og komst fjórum mörkum yfir, strax í upphafi síðari hálfleiks.

Jónas Elíasson og Anton Gylfi Pálsson dómarar höfðu heljartök á leiknum.

Afturelding var sterkari í leiknum í kvöld og hafði yfirhöndina frá upphafi til enda. Forskotið sveiflaðist frá einu og upp í fjögur mörk. Haukum tókst nokkrum sinnum að jafna. Yfir komust þeir þeir ekki.

Síðari hálfleikur var jafn þótt forskotið væri alltaf í höndum Aftureldingar sem var m.a. þremur mörkum yfir, 25:28, þegar 10 mínútur voru eftir. Eins og í undanförnum leikjum þá sóttu Haukar ákaft á undir lokin. Að þessu sinni tókst þeim ekki að jafna þótt litlu mætti muna. Guðmundur Bragi skoraði 30. mark Hauka úr vítakasti þegar mínúta var eftir af leiktímanum. Eftir langa lokamínútum með töfum og hléum þá varð stöðunni ekki breytt eftir mark Guðmundar Braga.

Sigurinn var verðskuldaður. Betra liðið vann þótt mjót væri á munum þegar upp var staðið.

Mörk Hauka: Andri Már Rúnarsson 10, Geir Guðmundsson 8, Guðmundur Bragi Ástþórsson 4/2, Stefán Rafn Sigurmannsson 4, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 1, Ólafur Ægir Ólafsson 2, Tjörvi Þorgeirsson 1, Þráinn Orri Jónsson 1.
Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 9/1, 22,5%.

Mörk Aftureldingar: Þorsteinn Leó Gunnarsson 9, Blær Hinriksson 9/3, Einar Ingi Hrafnsson 5, Ihor Kopyshynskyi 3, Birkir Benediktsson 2, Árni Bragi Eyjólfsson 2, Gestur Ólafur Ingvarsson 1.
Varin skot: Brynjar Vignir Sigurjónsson 12, 34,3% – Jovan Kukobat 1, 12,5%.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -