- Auglýsing -
Óðinn Þór Ríkharðsson, hornamaður KA, hefur verið lánaður til Gummersbach i Þýskakalandi samkvæmt heimildum handbolta.is. Hann mun leika með toppliði þýsku 2. deildarinnar til áramóta en snúa að því loknu aftur til KA.
Eftir því sem næst verður komist hélt Óðinn Þór af landi brott í morgun en hann var í eldlínunni með KA er liðið sigraði HK, 33:30, í 12. umferð Olísdeildar karla í gærkvöld.
Óðinn Þór, sem er næst markahæsti leikmaður Olísdeildar karla með 89 mörk, verður þar með fjórði Íslendingurinn í herbúðum Gummersbach því auk hans eru Eyjamennirnir Hákon Daði Styrmisson, Elliði Snær Viðarsson leikmenn liðsins til viðbótar við þjálfarann, Guðjón Val Sigurðsson.
Gummersbach á þrjá leiki eftir í 2. deildinni fram til áramóta. Liðið er sem stendur efst með 26 stig efti 16 leiki, er þremur stigum á undan Eintracht Hagen.
Óðinn Þór er í 35 manna landsliðshóp sem valinn var á dögunum og kemur til greina til þátttöku á EM í handknattleik í janúar.
- Auglýsing -