- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Óðinn Þór lék sér að Berlínarrefunum

Óðinn Þór Ríkharðsson landsliðsmaður í handknattlek og leikmaður Kadetten Schaffhausen. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Óðinn Þór Ríkharðsson fór með himinskautum í dag þegar svissneska meistaraliðið Kadetten Schaffhausen vann efsta lið þýsku 1. deildarinnar, Füchse Berlin, með fjögurra marka mun í fyrri viðureign liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handknattleik karla, 37:33. Leikurinn fór fram í Schaffhausen. Óðinn Þór skoraði 15 mörk í 16 skotum og vissu leikmenn Füchse Berlin, og sennilega samherjar Óðins Þórs einnig ekki heldur, hvaða á sig stóð veðrið þegar hann fór eins og stormsveipur um leikvöllinn.


Oft hefur Óðinn Þór farið á kostum með Kadetten á leiktíðinni en sennilega tók frammistaða hans í leiknum í dag flestu öðru fram sem hann hefur sýnt í appelsínugulu treyjunni. Hann lék sér að Berlínarrefunum sem fara til síns heima með skottið á milli lappanna og hugsa sitt ráð fyrir síðari viðureignina sem fram fer eftir viku í keppnishöllinni í Berlín sem kennd er við hnefaleikakappann Max Schmeling.


Aðalsteinn Eyjólfsson er þjálfari Kadetten Schaffhausen sem var marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 19:18. Þetta var fyrstu tap Fücshe Berlin í Evrópudeildinni á keppnistímabilinu en þetta var þrettándi leikur liðsins.

Teitur Örn skoraði þrjú á Spáni

Teitur Örn Einarsson og félagar í Flensburg standa vel að vígi eftir eins marks sigur á Granollers, 31:30, í Palau d’Esports de Granollers í dag. Leikurinn var einnig liður í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Teitur Örn skoraði þrjú mörk fyrir Flensburg. Emil Jakbsen var markahæstur með níu mörk og Hans Aaron Mensing var næstur með sex mörk.


Flensburg var með yfirhöndina lengst af í leiknum hafði til að mynda þriggja marka forystu eftir fyrri hálfleik, 17:14.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -