Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði sex mörk fyrir Holstebro í gær þegar liðið vann Skjern, 34:32, í riðli tvö í átta liða úrslitum dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í gær. Elvar Örn Jónsson skoraði eitt mark fyrir Skjern sem með þessu tapi er endanlega úr leik um sæti í undanúrslitum.
Meistarar Aalborg, þar sem Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari, er einnig öruggt um sæti í átta liða úrslitum úr riðli tvö. Aalborg vann Skanderborg, 34:28, á heimavelli í gær. Skanderborg byrjaði betur en þegar kom fram í fyrri hálfleik tóku leikmenn Aalborg forystu í leiknum og héldu henni til leiksloka.
Aalborg og Holstebro hafa níu stig hvort lið þegar fimm umferðum af sex er lokið. Skjern og Skanderborg hafa þrjú stig hvort.
GOG, sem Viktor Gísli Hallgrímssonar leikur með, er komið áfram úr milliriðli eitt. GOG sækir Kolding heim í dag. Ágúst Elí er markvörður Kolding.
Bjerringbro/Silkeborg og SönderjyskE með Svein Jóhannsson innanborðs eigast einnig við í dag. SönderjyskE á veika von um sæti í átta liða úrslitum en til þess að halda í vonina verður liðið að vinna í dag í næst síðustu umferð.