- Auglýsing -
- Auglýsing -

Óðinn Þór skoraði á annan tug marka í St. Gallen

Óðinn Þór Ríkharðsson 11 mörk í dag. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Óðinn Þór Ríkharðsson átti stórleik og skoraði 11 mörk fyrir Kadetten Schaffhausen í sigri á TSV St. Otmar St. Gallen, 32:27, í St. Gallen Kreuzbleiche í dag. Aðalsteinn Eyjólfsson er þjálfari Kadetten Schafffhausen sem er ríkjandi meistari í karlaflokki í Sviss.


Óðinn skoraði mörkin 11 í 13 skotum. Honum brást bogalistin í tveimur vítaköstum, skoraði úr sjö af níu. Þetta var enn einn stórleikur Óðins Þór með Kadetten eftir að hann kom út á leikvöllinn í lok október eftir að hafa jafnað sig af ristarbroti.


Kadetten Schaffhausen situr í öðru sæti svissnesku A-deildarinnar með 30 stig eftir 20 leiki. HC Kriens er efst með 33 stig og á auk þess leik til góða á meistarana. Ólafur Andrés Guðmundsson og samherjar í GC Amicita Zürich eru í fimmta sæti með 22 stig eftir 19 leiki. GC Amicita Zürich lék í gær og vann eins og handbolti.is sagði frá í morgun.


Leikur St. Otmar St. Gallen og Kadetten Schaffhausen var sá síðasti í A-deildinni í Sviss á þessu ári. Þráðurinn verður tekinn upp í byjun febrúar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -