- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ójafn leikur í Víkinni

Leikmenn Selfoss. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Eins og mátti búast við þá var viðureign efsta og neðsta liðs Grill 66-deildar kvenna í handknattleik harla ójöfn þegar Berserkir og Selfoss mættust í Víkinni í dag. Lokatölur, 43:16, eftir að 11 mörkum munaði að loknum fyrri hálfleik, 23:12.

Um var að ræða síðasta leik liðanna í bili. Hlé verður gert á keppni í deildinni fram í næsta mánuð.


Berserkir eru að stíga sín fyrstu skref á sama tíma og Selfoss stefnir rakleitt upp í Olísdeildina eftir að hafa fallið úr deildinni í vor. Selfoss-liðið hefur unnið allar átta viðureignir sína. Berserkir hafa ekki unnið eitt einasta stig.

Hlé hefur verið gert á keppni í Grill 66-deild kvenna fram til 1. desember. Reyndar gæti þetta hafa verið síðasti leikur Selfoss á árinu þar sem liðið á leikmann í íslenska landsliðinu sem tekur þátt í heimsmeistaramótinu. Mótið hefst rétt undir mánaðamót og stendur yfir fram eftir desembermánuði.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

Mörk Berserkja: Auður Margrét Pálsdóttir 5, Arna Sól Orradóttir 4, Jóhanna Helga Jensdóttir 3, Agnes Ýr Bjarkadóttir 2, Gerður Rún Einarsdóttir 1, Tanja Rut Hermansen 1.
Varin skot: Aníta Sólveig Traustadóttir 10.

Mörk Selfoss: Arna Kristín Einarsdóttir 11, Katla María Magnúsdóttir 9, Perla Ruth Albertsdóttir 9, Harpa Valey Gylfadóttir 7, Hulda Hrönn Bragadóttir 3, Hulda Dís Þrastardóttir 2, Adela Eyrún Jóhannsdóttir 1, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 1.
Varin skot: Ágústa Tanja Jóhannsdóttir 16.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -