- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL: Frakkar hafa ekki verið betri í tvö ár

Danir fagna sigri á Spánverjum í undanúrslitum í gær. Mynd/EPA
- Auglýsing -

„Franska landsliðið leikur betur um þessar mundir en það hefur gert undanfarin tvö ár. Við verðum að kalla fram það besta í okkar leik til þess að vinna. Það er alveg ljóst,“ segir danska stórstjarnan Mikkel Hansen í samtali við DR um væntanlegan úrslitaleik Dana og Frakka í handknattleik karla á Ólympíuleikunum sem stendur fyrir dyrum á morgun. Flautað verður til leiks í Tókýó klukkan 12 að íslenskum tíma.


„Leikurinn verður erfiður en um leið ríkir eftirvænting innan okkar raða. Við hlökkum til. Annað væri óeðlilegt. Ef ekki ríkti tilhlökkun fyrir að leika úrslitaleik á Ólympíuleikum þá á maður ekki skilið að taka þátt. Um er að ræða mikinn heiður að vera í þessari eftirsóknarverðu stöðu,“ sagði Hansen sem einnig var í danska landsliðinu sem varð Ólympíumeistari 2016 undir stjórn Guðmundar Þórðar Guðmundsson þegar Danir unnu í fyrsta sinn til gullverðlauna í handknattleik karla.


Þá eins og nú mættu þeir Frökkum í úrslitaleik. Úrslitaleikinn 2016 unnu Danir með tveggja marka mun, 28:26. Var það ekki aðeins í fyrsta sinn sem Danir unnu til gullverðlauna í handknattleik karla heldur í fyrsta sinn sem þeir unnu til verðlauna í karlaflokki í íþróttinni. Á leikunum 1984 í Los Angeles töpuðu Danir fyrir Rúmenum í viðureign um bronsverðlaun, 23:19.


Eins og áður hefur komið fram leika Frakkar í fjórða sinn í röð til úrslita í handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -