- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL: Hansen er á leið í sögubækurnar

Danska handknattleiksstjarnan Mikkel Hansen. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Daninn Mikkel Hansen er nú orðinn annar markahæsti handknattleiksmaðurinn í sögu Ólympíuleikanna í karlaflokki. Með fimm mörkum í sigurleik Dana á Barein í nótt, 31:21, komst Hansen einu marki upp fyrir Talant Dujshebaev sem var í öðru sæti með 123 mörk. Daninn er nú aðeins þremur mörkum á eftir Suður Kóreubúanum Yoon Kyung-shin sem er sá markahæsti með 127 mörk.

Sennilega má telja að Hansen bæti markametið á föstudaginn þegar danska landsliðið mætir portúgalska landsliðinu í fjórðu umferð í B-riðli leikanna. Eftir það á hann a.m.k. tvo leiki eftir á leikunum og getur þar með bætt metið hressilega.

Guðjón Valur Sigurðsson er fjórði markahæsti handknattleiksmaður í sögunni. Hann skoraði 119 mörk á þrennum leikum með íslenska landsliðinu, 2004, 2008 og 2012 í 20 leikjum.

Hansen tekur nú þátt í fjórðu Ólympíuleikunum á ferlinum.

127 – Yoon Kyung-shin.
124 – Mikkel Hansen.
123 – Talant Dujshebaev.
119 – Guðjón Valur Sigurðsson.
116 – Eduard Koksharov.
110 – Nikola Karabatic.
109 – Daniel Narcisse.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -