- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL: Lítt þekktur fyrir ári – sá mikilvægasti í dag

Mathias Gidsel sækir á milli frönsku bræðranna Nikola og Luka Karabatic og fær óblíðar móttökur hjá þeim eldri. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Danski handknattleiksmaðurinn Mathias Gidsel var í dag valinn mikilvægasti leikmaður handknattleikskeppni Ólympíuleikanna. Gidsel hefur komið eins og stormsveipur inn í danska landsliðið og alþjóðalegan handknattleik á síðustu mánuðum.

 Fyrir ári síðan hafði hann ekki leikið einn leik með A-landsliði Dana. Nú bíða stórlið Evrópu í röðum eftir að geta samið við Danann.
 Gidsel fékk tækifæri á heimsmeistaramótinu og segja má að síðan hafi hann nánast varla farið af leikvelli í einum einasta leik danska landsliðsins. 


Gidsel er 22 ára gamall og fæddur í Skjern á Jótlandi. Hann lék með Skjern upp yngri flokka en færði sig yfir til GOG á Fjóni fyrir fjórum árum. Síðan hefur Gidsel vaxið og dafnað sem leikmaður. Hann varð bikarmeistari með GOG á síðasta haust og kom inn í danska landsliðið í ársbyrjun eins áður segir. Alls er landsleikirnir 22 og mörkin orðin 100. Þar af skoraði Gidsel 46 mörk í 57 skotum í átta leikjum á Ólympíuleikunum og varð næst markahæstur.

Úrvalslið Ólympíuleikanna:
Markvörður: Vincent Gerard (Frakklandi).
Hægra horn: Aleix Gomez (Spáni).
Hægri skytta: Yahia Omar (Egyptalandi).
Miðjumaður: Nedim Remili (Frakklandi).
Vinstri skytta: Mikkel Hansen (Danmörku).
Vinstra horn: Hugo Descat (Frakklandi).
Línumaður: Ludovic Fabregas (Frakklandi).
Markahæstur: Mikkel Hansen (61 mark).
Mikilvægasti leikmaðurinn (MVP): Mathias Gidsel (Danmörku).

Markahæstur í sögunni

Hansen er einnig markahæsti leikmaður í sögu handknattleikskeppni Ólympíuleika með 165 mörk á fjórum leikum. Næstur á eftir er Yoon Kyung-Shin, Suður Kóreu. Hann skoraði 127 mörk á fimm leikum. Þar á eftir eru Nikola Karabatic, Frakklandi, og Talant Djushebaev, Spáni og Samveldinu, með 123 mörk hvor. Karabatic á fimm leikum en Djushebaev á fernum.


Í fimmta sæti er Guðjón Valur Sigurðsson með 119 mörk á þrennum leikum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -