- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL: Radicevic hefur skorað mest

Jovanka Radicevic hefur skorað flest mörk allra frá upphafi í Meistaradeild Evrópu og í handknattleikskeppni Ólympíuleika. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Þegar ein umferð er eftir af riðlakeppni Ólympíuleikanna í handknattleik kvenna þá trónir Jovanka Radicevic frá Svartfjallalandi í efsta sæti á lista yfir markahæstu leikmenn keppninnar. Radicevic hefur að jafnaði skorað sjö mörk í leik og því alls 28. Norska handknattleiksstjarnan Nora Mörk, sem er einnig örvhent eins og Radicevic er í öðru sæti, tveimur mörkum á eftir. Suður Kórea á síðan tvær næstu konur á listanum. Tíu þær markahæstu á Ólympíuleikunum er að finna hér fyrir neðan.

Jovanka Radicevic, Svartfjallalandi, 28.
Nora Mörk, Noregi, 26.
Migyeong Lee, Suður Kóreu, 26.
Eun Hee Ryu, Suður Kóreu, 25.
Lois Abbing, Hollandi, 23.
Ekaterina Ilina, Rússlandi, 23.
Carin Strömberg, Svíþjóð, 23.
Isabel Guialo, Angóla, 22.
Bruna De Paula, Brasilíu, 21.
Jamina Robert, Svíþjóð, 21.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -