- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL: Skakkaföll hjá Frökkum og Norðmönnum

Timothey N'Guessan sækir að vörn Spánverja á Ólympíuleikunum. Hann tekur ekki þátt í fleiri leikjum á leikunum. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Landslið Frakka og Norðmanna í handknattleik karla urðu fyrir skakkaföllum í gær þegar leikmenn meiddust og ljóst að þeir verða jafnvel ekki meira með á Ólympíuleikunum.

  • Timothey N’Guessan tognaði á kálfa snemma í viðureign Frakklands og Noregs í gær í lokaumferð A-riðils. Romain Lagarde hefur verið kallaður inn í franska hópinn fyrir leikinn við Barein. Franska handknattleikssambandið greindi frá því í gærkvöld að N’Guessan verði a.m.k. í tvær vikur frá keppni af þessum sökum. Lagarde kom með franska liðinu til Tókýó um miðjan mánuð og hefur æft með liðinu en hefur verið utan keppnishópsins í fyrstu fimm leikjunum.
  • Hornamaðurinn Hugo Descat sem leikið hefur afar vel til þessa á leikunum og m.a. skorað 24 mörk í 25 skotum er meiddur á úlnlið. Vonir standa þó til þess að hann geti tekið þátt í leiknum við Barein í átta liða úrslitum á morgun, eftir því sem segir í tilkynningu franska handknattleikssambandsins.
  • Norðmaðurinn Christian O’Sullivan fór úr fingurlið í leiknum við Frakka í gær. Hann varð að fara á sjúkrahús til skoðunar þar sem illa gekk að koma fingrinum í lag á nýjan leik. Fullyrt er að O’Sullivan verði að gangast undir lítilsháttar aðgerð til að fá fingurinn í samt lag og hafi lokið þátttöku sinni á leikunum.
  • Magnus Rød fékk þungt högg á kjálkann í viðureign Frakka og Norðmanna í gær. Óvissa ríkir um frekari þátttöku hans á leikunum.
    Norska handknattleikssambandið hefur ekkert gefið út um ástandið á O’Sullivan og Rød en blaðamaður Nettavisen sem er í Tókýó hefur greint frá þessum skakkaföllum og segir traustar heimildir búa að baki. Rétt áður en leikarnir hófust heltist Gøran Johannessen úr leik vegna meiðsla.
  • Betri fregnir eru úr herbúðum danska landsliðsins. Nikolaj Jacobsen, landsliðsþjálfari, greindi frá því í gær að Lasse Andersson verði klár í slaginn gegn Noregi í átta liða úrslitum á morgun. Andersson meiddist í leik við Barein og hefur síðan ekkert komið við sögu í danska liðinu á Ólympíuleikunum.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -