- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL: Tapið skipti ekki máli

Glenn Solberg og hans menn í sænska landsliðinu náðu að leggja Dani. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Eftir sautján sigurleiki í röð á stórmótum í handknattleik þá máttu Ólympíu- og heimsmeistarar Dana sætta sig við þriggja marka tap fyrir Svíum í lokaleik riðlakeppni Ólympíuleikanna í Tókýó í dag, 33:30. Svíar voru fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:13.


Engu að síður þá höfnuðu Danir í efsta sæti riðilsins og leika við Norðmenn í átta liða úrslitum á þriðjudaginn. Egyptar eru í öðru sæti B-riðils og mæta Þjóðverjum. Svíar og Spánverjar eigast við og loks Frakkar og Bareinar.


Svíar voru með yfirhöndina í leiknum við Dani í dag. Forskot þeirra var frá tveimur og upp í fimm mörk. Þeir hefðu þurft á sex marka sigri að halda til þess að ná efsta sætinu af Dönum.


Johan Hansen var markahæstur Dana ásamt Mathias Gidsel. Þeir skoruðu fimm mörk hvor. Emil Jakobsen skoraði fjórum sinnum.


Jonathan Carlsbogard og Lukas Sandell skoruðu sex mörk hvor fyrir Svía.


Lokstaðan í B-riðli:

Standings provided by SofaScore LiveScore

Lokastaðan í A-riðli:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -