- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL: Þórir og norska liðið byrjar á 12 marka sigri

Þórir Hergeirsson, þjálfari Evrópumeistara Noregs. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Evrópumeistarar Noregs í handknattleik kvenna, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, hófu handknattleikskeppni Ólympíuleikanna af miklum krafti í morgun. Noregur vann þá Suður Kóreu, 39:27. Segja má að norska liðið hafi í raun gert út um leikinn í fyrri hálfleik með hröðum og skemmtilegum leik. Staðan var 18:10, þegar fyrri hálfleikur var að baki.


Norðmenn léku leiftrandi sóknarleik og eins var varnarleikur til fyrirmyndar, ekki síst í fyrri hálfleik. Silje Solberg stóð í markinu og var með 43% hlutfallsmarkvörslu.


Kari Dale Brattset átti stórleik. Hún skoraði 11 mörk í 14 skotum. Veronica Kristiansen skoraði sjö mörk og Hennry Reistad fimm en annars komu allir útileikmenn norska liðsins við sögu og níu þeirra komust á blað yfir markaskorara.


Haien Sim var markahæst í liði Suður Kóreu með fimm mörk og Yra Jung var næst með fjögur mörk.

Tveir stórir sigrar

Í riðili með Noregi og Suður Kóeru eru einnig Holland, Svartfjallaland, Angóla og gestgjafar Japans sem léku upphafsleik í keppninni í nótt gegn heimsmeisturum Hollands. Skemmst er frá því að segja að hollenska liðið átti ekki í teljandi vandræðum með Japani og unnu með 11 marka mun 32:21. Staðan var 18:10 eftir fyrri hálfleik eins og í viðureign Noregs og Suður Kóreu.


Lois Abbingh skoraði átta mörk fyrir Holland. Laura van der Heijden, Bo van Wetering, Bycke Groot, Kelly Dulfer, Merel Fredriks og Dione Housheer skoruðu þrjú mörk hver.


Shio Fujii skoraði fimm mörk fyrir japanska liðið og var markahæst.
Þriðji leikur A-riðils var heldur ekki spennandi, alltént ekki í síðari hálfleik. Svartfellingar undir stjórn Bojönu Popovic létu lið Angóla ekki vefjast fyrir sér þegar á reyndi. Svartfelllingar unnu með 11 marka mun, 33:22. Aðeins var eins marks munur í hálfleik, 13:12.

Fánaberi fór á kostum

Fánaberi Svartfellinga við setningarhátið leikanna, Jovanka Radicevic fór á kostum í leiknum. Hún skoraði 12 mörk í jafnmörgum tilraunum. Itana Grbic, Majda Mehmedovic, Tatjana Brnovic skoruðu fjögur mörk hver.
Natalia Fonseca skoraði sex mörk fyrir lið Angóla og var markahæst. Natalia Santos var næst með fjögur mörk.


Úrslit og staðan í A-riðli:
Holland – Japan 32:21.
Svartfjallaland – Angóla 33:22.
Noregur – Suður Kórea 39:27.
Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore


Næstu leikir í A-riðli, 27. júlí:
00.00 Japan – Svartfjallaland.
07.15 Suður Kórea – Holland.
10.30 Angóla – Noregur (Þórir Hergeirsson).

Meistararnir töpuðu stigi

Einum leik er lokið í B-riðli. Ólympíumeistarar Rússa og Brasilíukonur gerðu jafntefli, 24:24, í hörkuleik þar sem ekki var skorað mark síðustu þrjár og hálfu mínútu leiksins.


Rússar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 14:12.
Ekaterina Ilina var markahæst hjá Rússum með sex mörk og Polina Vedekhina skoraði fjögur. Bruna de Paula skoaði sjö mörk fyrir brasilíksa liðið og Alexandra Do Nascimento var næst með sex mörk.


Klukkan 10.30 mætast Svíþjóð og Spánn í Briðli og tveimur stundum síðar eigast við Ungverjar og Frakkar. Handbolti.is mun greina frá úrslitum þegar þau liggja fyrir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -