- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL: Þungu fargi létt af Alfreð og lærisveinum

Alfreð Gíslason fagnar einu af mörkum þýska landsliðsins í sigurleiknum við Norðmenn. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Þungu fargi var létt af Alfreð Gíslasyni og lærisveinum hans í þýska landsliðinu í handknattleik eftir að þeir lögðu Norðmenn í dag í næst síðustu umferð A-riðils á Ólympíuleikunum, 28:23.


Þýska liðið var með yfirhöndina í leiknum frá upphafi en Norðmenn gáfust aldrei upp. Þriggja marka munur var í hálfleik, 14:11, eftir að Sander Sagosen hafði farið illa að ráði sínu í tveimur upplögðum marktækifærum síðustu mínútunua.


Þjóðverjar voru með gott forskot framan af síðari hálfleik. Eins og stundum áður á mótinu þá missti þýska liðið aðeins dampinn á milli fertugustu og fimmtugustu mínútu. Norðmenn skoruðu fjögur mörk í röð og minnkuðu muninn í eitt mark, 22:21, þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Þá kom Johannes Bitter í mark þýska liðsins. Hann átti nokkrar mjög mikilvægar markvörslur sem fleyttu þýska liðinu yfir erfiðasta hjallann ásamt tveimur mörkum frá Julius Kühn. Þjóðverjar komust inn á beinu brautina á ný og unnu leikinn á sannfærandi hátt.

Markvörðurinn Johannes Bitter átti frábæran leik á lokakaflanum auk þess að verja tvö vítaköst fyrr í leiknum. Mynd/EPA


Þjóðverjar verða að vinna Brasilíu í lokaumferðinni á sunnudaginn til að vera öruggir um sæti í átta liða úrslitum. Noregur gæti staðið frammi fyrir því að verða að vinna Frakka, fari svo að Þýskaland tapi fyrir Brasilíu.


Uwe Gensheimer var markahæstur Þjóðverja með sex mörk, öll úr vítaköstum. Timo Kastening var næstur með fimm mörk og Julius Kühn og Marcel Schiller skoruðu þrjú mörk hvor.


Sander Sagosen var markahæstur í norska liðinu með sjö mörk. Magnus Jöndal var næstur með fimm.


Úrslit í A-riðli í dag:
Brasilía – Argentína 25:23.
Frakkland – Spánn 36:31.
Þýskaland – Noregur 28:23.
Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore

Síðustu leikir A-riðils, 1. ágúst:
Kl. 05.15 Spánn – Argentína
Kl. 07.15 Noregur – Frakkland
Kl. 10.30 Þýskaland (Alfreð Gíslason) – Brasilía

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -