- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ólafur Bjarki er úti en Hafþór Már er mættur

Ólafur Bjarki Ragnarsson í leik með Stjörnunni gegn Þór í vetur. Mynd/Skapti Hallgrímsson, akureyri.net
- Auglýsing -

Ólafur Bjarki Ragnarsson hefur ekki leikið með Stjörnuliðinu í tveimur síðustu leikjunum í Olísdeildinni. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, sagði við handbolta.is í gærkvöld eftir leikinn við Gróttu að Ólafur Bjarki væri slæmur í bakinu og hafi af þeirri ástæðu neyðst til að draga sig í hlé frá síðustu leikjum.

Patrekur sagði að ekki væri hægt að segja um það á þessari stundi hvenær mætti vænta þess að Ólafur Bjarki sneri aftur út á leikvöllinn.

Ólafur Bjarki er nú á sínu öðru keppnistímabili með Stjörnunni eftir að hafa flutt heim sumarið 2019 eftir að hafa leikið í Þýskalandi og í Austurríki um nokkurra ára skeið.

Mættur eftir handarbrot

Það eru ekki bara slæmar meiðslafréttir úr herbúðum Stjörnunnar um þessar mundir. Hafþór Már Vignisson mætti til leiks með Stjörnunni í gærkvöld eftir að hafa verið fjarri góðu gamni síðan upp úr miðjum janúar þegar hann handarbrotnaði í æfingaleik rétt áður en flautað var til leiks í Olísdeild karla.

Hafþór Már gekk til liðs við Stjörnuna frá ÍR í sumar sem leið. Hann er örvhent skytta sem sló í gegn með Akureyri handboltafélagi áður en hann gekk til liðs við ÍR sumarið 2019 hvar hann staldraði við í eitt keppnistímabili.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -